Markmiš KFF er aš eiga liš ķ efstu deild, bęši ķ karla og kvennaflokki. Žangaš förum viš meš žinni hjįlp!
Elma Valgeršur Sveinbjörnsdóttir
16 įra
Sókn

meira


18 Aprķl, 2014
Emil Stefįnsson ķ Fjaršabyggš (Stašfest)
Emil Stefįnsson
Emil Stefánsson er farinn á lán til Fjarðabyggðar frá FH. 

Emil mun leika sinn fyrsta leik með Fjarðabyggð í kvöld þegar liðið mætir Einherja í Lengjubikarnum. 

Hjá Fjarðabyggð hittir Emil fyrir þrjá aðra fyrrverandi FH-inga, Tommy Nielsen sem er spilandi aðstoðarþjálfari og bræðurna Andra og Brynjar Jónassyni sem nýlega gengu til liðs við Fjarðabyggð frá FH. 

Ljóst er að þessi sending leikmanna frá FH mun verulega styrkja lið Fjarðabyggðar sem í fyrra vann sér sæti í 2. deild að nýju.

Frétt frá Fótbolta.net.
...
17 Aprķl, 2014
Tap gegn Sindra

Kvennalið Fjarðabyggðar tapaði í dag gegn Sindra 1-2 í Lengjubikarnum en leikið var í Fjarðabyggðarhöllinni.

Birta Karlsdóttir kom Sindra yfir á 11. mínútu og Guðrún Ósk Gunnarsdóttir bætti við öðru marki á 28. mínútu og staðan 0-2 í hálfleik fyrir Sindra.

Brynja Rún Steinþórsdóttir minnkaði muninn í 1-2 á 91. mínútu sem urðu lokatölur leiksins. 

...
16 Aprķl, 2014
Markaveisla

Fjarðabyggð sigraði Einherja 7-1 í Lengjubikarnum í kvöld.

Haraldur Bergvinsson kom okkar mönnum á bragðið með góðu skoti og skömmu seinna bætti Hákon Þór Sófusson við öðru marki og staðan 2-0 í hálfleik.

Í seinni hálfleik skoruðu Brynjar Jónasson tvö, Almar Daði Jónsson, Magnús Guðlaugur Magnússon og Aron Gauti Magnússon. Mark Einherja skoraði Sverrir Hrafn Sigurðsson.

Glæsilegur sigur í skemmtilegum leik. 

...
15 Aprķl, 2014
Tveir leikir framundan

Karlalið Fjarðabyggðar tekur á móti Einherja í Lengjubikarnum miðvikudaginn 16. apríl kl. 19. Leikið verður í Fjarðabyggðarhöllinni.

Kvennalið Fjarðabyggðar tekur á móti Sindra í Lengjubikarnum fimmtudaginn 17. apríl kl. 14. Leikið verður í Fjarðabyggðarhöllinni. 

...
12 Aprķl, 2014
Ašalfundur Knattspyrnufélags Fjaršabyggšar

Aðalfundur Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar verður haldinn í Verkmenntaskóla Austurlands stofu 1 þriðjudaginn 29. apríl kl. 20. Venjuleg aðalfundarstörf og öllum frjálst að mæta.

Stjórn Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar

...
07 Aprķl, 2014
Töp um helgina
Kvennalið Fjarðabyggðar tapaði 0-5 gegn Hetti í Lengjubikarnum á Fellavelli á laugardag. 
 
Þróttur sigraði svo blöndu úr liði Fjarðabyggðar, Hugins og Hattar 4-3 í æfingaleik á gervigrasvellinum í Laugardal í gær.
Þróttur 4 - 3 Fjarðabyggð/Huginn/Höttur 
0-1 Brynjar Jónasson 
1-1 Vilhjálmur Pálmason 
1-2 Víkingur Pálmason (Víti) 
2-2 Ingólfur Sigurðsson 
3-2 Andri Björn Sigurðsson 
4-2 Andri Björn Sigurðsson 
4-3 Brynjar Jónasson
...
04 Aprķl, 2014
Upptaka frį fundi um feršakostnaš fótboltafélaga
Í vikunni stóð KSÍ fyrir fundi þar sem viðfangsefnið var ferðakostnaður fótboltafélaga. Fundurinn var í höfuðstöðvum KSÍ og var sýndur beint á SportTv.is. 

Í spilaranum hér að ofan má sjá upptöku frá fundinum. 

Fyrirlesarar voru Halla Kjartansdóttir og Bjarni Ólafur Birkisson. Halla er starfsmaður ÍSÍ í ferðasjóði íþróttafélaga og útskýrði hún reglur og starfsemi sjóðsins. 

Í kjölfarið kynnti Bjarni Ólafur, formaður Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar, hugmyndir sínar um jöfnunarsjóð knattspyrnufélaga en Bjarni situr í nefnd innan KSÍ sem fjallar um ferðakostnað félaganna. 

Tillögur Bjarna snúa að öllum knattspyrnufélögum landsins og kostnað þeirra vegna ferðalaga í mót á vegum KSÍ.
 
Afritið tengilinn hér að neðan til að sjá upptökuna. 

http://fotbolti.net/news/04-04-2014/upptaka-fra-fundi-um-ferdakostnad-fotboltafelaga
...
04 Aprķl, 2014
Grannaslagur ķ Lengjubikar kvenna
Kvennalið Hattar og Fjarðabyggðar mætast í Lengjubikarnum á morgun laugardaginn 5. apríl kl. 14. Leikið verður á Fellavelli og hvetjum við stuðningsmenn að mæta og hvetja Fjarðabyggð til sigurs.... 
© 2009 copyright Knattspyrnufélag Fjaršabyggšar Strandgötu 46, 735 Eskifjöršur, sķmi 864-8704, e-mail: kff@kff.is ARON Vefumsjónarkerfi